Bruno – Lestrarvélin

ÓTAKMÖRKUÐ FJÖLHÆFNI OG GÆÐI

HAFÐU SAMBAND Lestu meira

Markmiðið

Markmið okkar er að bjóða upp á handhæga, hágæða tækniaðstoð og leysa úr aðgengisvandamálum bæði í opinbera geiranum og fyrir einkafyrirtæki, auka við fjölbreytni upplýsingaveitna, útrýma mismunun í upplýsingaveitu og félagslegri útilokun og bjóða upp á menntun fyrir alla og ævilöng námstækifæri fyrir fólk sem glímir við sjónvandamál eða lesblindu.

Bruno – Lestrarvélin

Aðgerðahnappar

Fjórir aðgerðahnappar bjóða upp á aðgengilegt stjórnborð, jafnvel fyrir þá sem hafa takmarkaða tölvukunnáttu. Upphleyptar merkingarnar eru auðþekkjanlegar fyrir daglega notkun, svo notendur þurfa aldrei að velkjast í vafa um neitt.

Skipanir sem má gera með aðgerðahnöppunum:

  • Fjöldaskönnun fyrir tugi blaðsíðna til að vinna úr þeim í einni vinnulotu
  • textagreining
  • breyting á tungumáli/rödd
  • textaleiðsögn á núverandi síðu og flett í gegnum allt skjalið með því að hoppa frá einni síðu til annarrar
  • Hraðastilling fyrir spilun
  • mp3 hljóðskrá flutt yfir á HumanWare Victor Reader Stream
  • mp3 hljóðskrá flutt yfir á USB lykil

Eiginleikar búnaðar

 

Auðveld í notkun

Stjórnborðið í Bruno er með aðeins 4 aðgerðahnappa með einstökum auðkennandi merkingum. Þessir hnappar eru auðveldir í notkun fyrir alla, eftir því hvert verkefnið er, jafnvel fyrir þá sem hafa takmarkaða tölvukunnáttu. Aðgerðahnapparnir eru með tveggja þrepa aðgerðaval. Fyrsta þrepið er fyrir grunnaðgerðir – skönnun, lestur, hraðastillingu og grunnleiðsögn um textann. Annað þrepir samanstendur af samsettum aðgerðum fyrir nákvæmari leiðsögn um textann á skönnuðu síðunum og til að flytja út hljóðskrár.

Hægt að velja um mörg tungumál

Allt frá upphafi hefur hugbúnaðurinn í Bruno verið hannaður til að bjóða upp á þægilega og áhyggjulausa staðfærslu fyrir fjölmörg tungumál víðs vegar úr heiminum – litháensku, pólsku, sænsku, hollensku, rússnesku og mörg önnur, að sjálfsögðu, ásamt vinsælustu tungumálunum þýsku, ensku, frönsku og spænsku.

Útflytjanlegar MP3-skrár

Um leið og búið er að vinna úr skönnuðu síðunum, er hægt að vista textann sem mp3 hljóðskrár á hvaða 2.0/3.0 USB-lykil sem er sem virkar með Windows.

Samhæfni við önnur forrit

Bruno er eina tækið sem býður upp á samhæfni við vinsæla handhelda spilarann HumanWare Victor Reader Stream. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að flytja mp3 hljóðskrá frá lesaranum í skráakerfið í þessum vinsæla spilara.

Einkaleyfisskráðar vélbúnaðarlausnir

Bruno er eina lestrarvélin með SEE™ (Shadow Elimination Element) tækni, sem bíður einkaleyfisskráningar. SEE™ tæknin getur birt myndir án aflögunar eða skugga innan 2mm frá bókarkilinum. Erfiðastar eru mjúkar kiljur.
Allir eru sammála um að betur skannaðar myndir leiða til nákvæmari textagreiningar. Bruno er ætluð fyrir lestur, ekki ágiskanir!

HAFÐU SAMBAND

 

Félagi

Kirchholm Electronics, SIA

Kaļķu iela 7, Rīga
Latvija, LV-1050
Tel.: +371 66917171
E-mail: info@brunoware.eu

Úrval af tungumálum og röddum

Latvian
Lithuanian
Estonian
German
Norwegian
Russian
Spanish
Icelandic
Swedish
Danish
Polish
Italian
Turkish
French
Japanese
Romanian
Dutch
Portuguese
Welsh